Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Hallsson

(í okt. 1695–S8. apr. 1777)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hallur Ólafsson í Grímstungum og kona hans Helga Oddsdóttir á Fitjum, Eiríkssonar. Stúdent úr Hólaskóla 1719, með góðum vitnisburði, var hjá foreldrum sínum, til þess er hann vígðist 7. apr. 1726 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið eftir hann 1741 og hélt til dauðadags, en hafði aðstoðarprest (síra Einar, son sinn) frá 1759. Harboe lætur lítt af þekkingu hans í skýrslum sínum; í öðrum ritum er honum hælt að þekkingu, söngkunnáttu og mannkostum. Í JS. 480, 4to., er brot úr rithöfundatali, sem vera má, að sé eftir hann (eða síra Einar Hálfdanarson); vandlega eru þar talin upp rit föðurföður hans, síra Ólafs Hallssonar. Æviágrip þeirra Grímstungnapresta og þeirra ættmenna í JS. 299, 4to., munu vera eftir hann.

Kona: Þórdís (varð úti 16. jan. 1781, 80 ára) Arnbjarnardóttir prests að Undornfelli, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Einar í Grímstungum, Kristín, var hjartveik frá æsku, talin fróð um margt, einkum ættir, d. í Koti í Vatnsdal 1799, 71 árs, óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.