Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Halldórsson

(15. öld)

Bóndi í Álptanesi á Mýrum.

Faðir: Halldór ábóti Ormsson að Helgafelli. Var aðalmaður að vígi Páls sýslumanns Jónssonar að Skarði, 1496. Var því dæmdur útlægur, fór til Róms og andaðist í þeirri för, virðist raunar eftir skjölum hafa verið farinn utan og jafnvel látinn, áður en kveðinn var upp dómur yfir honum, 1497.

Kona 1: Sæunn Hallsdóttir að Sólheimum í Laxárdal, Hallssonar.

Kona 2: Kristín Þorleifsdóttir hirðstjóra, Björnssonar. Synir þeirra: Síra Þorleifur á Melum, Einar. Talin hefir og verið dóttir þeirra: Guðrún, sem átti Þorgils Jónsson, en mun hafa verið dóttir síra Eiríks á Hvanneyri Jónssonar, Þórðarsonar (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.