Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Gíslason

(14. mars 1857–19. dec. 1920)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Jóhannesson á Reynivöllum og kona hans Guðlaug Eiríksdóttir sýslum. Í Kollabæ, Sverrissonar. F. á Reynivöllum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1871, stúdent þaðan 1878, með 2. einkunn (45 st.), próf úr prestaskóla 1880, með 1. einkunn (43 st.). Fekk Presthóla 25. maí 1881, vígðist 26. júní s. á., Lund 12. ágúst 1882, Breiðabólstað á Skógarströnd 3. okt. 1884, Staðastað 16. apr. 1890, Prestbakka og Stað í Hrútafirði 21. febr. 1902 og hélt til æviloka. Bjó á Stað. Prófastur í Strandasýslu 1902–20.

Þm. Snæf. 1894–9. Póstafgrm. 1905–20. Ritstörf: Ágrip af mannkynssögu, Rv. 1882.

Kona (1884): Vilborg (f. 22. júní 1863, d. 28. jan. 1947) Jónsdóttir prests að Auðkúlu, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Jón, Gísli á Stað, Jóhanna, Sigríður Guðlaug (Sunnanfari 1895, Bjarmi, 15. árg.; BjM. Guðfr. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.