Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arnór Árnason
(16. febr. 1860–24. apr. 1938)
Prestur.
Foreldrar: Árni hreppstjóri Sigurðsson í Höfnum og f. k. hans Margrét Guðmundsdóttir í Skyttnadal, Árnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, stúdent 1884, með 3. einkunn (42 st.), guðfræðipróf úr prestaskóla 27. ág. 1886, með 2. einkunn betri (41 st.). Fekk Tröllatungu 31. ág. 1886, vígðist 12. sept. s.á., fekk þar lausn frá prestskap 11. maí 1904, fluttist þá að Ballará og bjó þar embættislaus. Fekk Hvamm í Laxárdal 10. maí 1907, fekk þar lausn frá prestskap 10. maí 1935 og fluttist að Fossi á Skaga. Var dugnaðar- og áhugamaður mikill. Hafði ýmis trúnaðarstörf í héraði.
Kona 1 (3. sept. 1886): Stefanía Sigríður (f. 16. dec. 1857, d. 7. júní 1893) Stefánsdóttir í Hvammkoti og Vatnsnesi hjá Keflavík, Ólafssonar, orðlögð myndarkona.
Dætur þeirra: Margrét átti Gísla kaupfélagsstjóra Jónsson, Guðríður Stefanía átti Sigurð sýslumann Sigurðsson að Sauðárkróki, Elín Elísabet átti Martein bankafulltrúa Bartels í Kh., Sigríður Stefanía (og dó móðir hennar að henni).
Kona 2 (16. júní 1894): Ragnheiður Eggertsdóttir í Króksfjarðarnesi, Stefánssonar.
Börn þeirra: Eggrún átti Steingrím prentsmiðjustjóra Guðmundsson, Kristrún átti Pétur búfræðing og múrara í Rv. Stephensen (Ólafsson, Stefánssonar prests að Mosfelli), Eggert skrifstofumaður í Rv., Níelsína Sigfríður átti Stefán Stephensen (bróður Péturs), Stefán endurskoðandi í Rv. (Kirkjurit 1938; BM. Guðfr.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Árni hreppstjóri Sigurðsson í Höfnum og f. k. hans Margrét Guðmundsdóttir í Skyttnadal, Árnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, stúdent 1884, með 3. einkunn (42 st.), guðfræðipróf úr prestaskóla 27. ág. 1886, með 2. einkunn betri (41 st.). Fekk Tröllatungu 31. ág. 1886, vígðist 12. sept. s.á., fekk þar lausn frá prestskap 11. maí 1904, fluttist þá að Ballará og bjó þar embættislaus. Fekk Hvamm í Laxárdal 10. maí 1907, fekk þar lausn frá prestskap 10. maí 1935 og fluttist að Fossi á Skaga. Var dugnaðar- og áhugamaður mikill. Hafði ýmis trúnaðarstörf í héraði.
Kona 1 (3. sept. 1886): Stefanía Sigríður (f. 16. dec. 1857, d. 7. júní 1893) Stefánsdóttir í Hvammkoti og Vatnsnesi hjá Keflavík, Ólafssonar, orðlögð myndarkona.
Dætur þeirra: Margrét átti Gísla kaupfélagsstjóra Jónsson, Guðríður Stefanía átti Sigurð sýslumann Sigurðsson að Sauðárkróki, Elín Elísabet átti Martein bankafulltrúa Bartels í Kh., Sigríður Stefanía (og dó móðir hennar að henni).
Kona 2 (16. júní 1894): Ragnheiður Eggertsdóttir í Króksfjarðarnesi, Stefánssonar.
Börn þeirra: Eggrún átti Steingrím prentsmiðjustjóra Guðmundsson, Kristrún átti Pétur búfræðing og múrara í Rv. Stephensen (Ólafsson, Stefánssonar prests að Mosfelli), Eggert skrifstofumaður í Rv., Níelsína Sigfríður átti Stefán Stephensen (bróður Péturs), Stefán endurskoðandi í Rv. (Kirkjurit 1938; BM. Guðfr.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.