Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Guðmundsson

(um 1762 [1764, Vita]. –16. maí 1812)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Bergsson, síðast í Kálfholti, og kona hans Solveig Brynjólfsdóttir prests á Kálfafellsstað, Guðmundssonar. F. að Sandfelli í Öræfum. Var tveggja ára gamall tekinn til fósturs af föðurbróður sínum, síra Jóni Bergssyni að Kálfafelli, en fór aftur til foreldra sinna 9 ára, lærði síðar undir skóla hjá föður sínum, tekinn í Skálholtsskóla 1776, varð stúdent 5. maí 1782, með ágætum vitnisburði.

Gekk síðan í þjónustu Magnúsar lögmanns Ólafssonar að Meðalfelli, sem lét sér mjög annt um hann, og var hjá honum 8 ár. Fekk uppreisn 1793 fyrir barneign með konu þeirri, er hann gekk að eiga síðar (barnið fæddist sama dag sem brúðkaupið skyldi standa). Bjó í Blönduholti í Kjós 1791–A4, en að Ártúni á Kjalarnesi síðan, til þess er hann vígðist 13. nóv. 1796 og varð prestur í Hvalsnesi, fekk Útskála 2. apr. 1811 og andaðist þar af brjóstveiki. Hann var gáfumaður, vel að sér í guðfræði og lögum, stundaði vel embættisverk sín, glaðvær hverndagslega, en þó stilltur, ráðhollur og friðsamur.

Var vel bjargálnamaður.

Kona (11, jan. 1791): Ingibjörg (d. 31. okt. 1810, 46 ára) Sveinsdóttir aðstoðarprests að Fellsmúla, Vigfússonar.

Börn þeirra, er upp komust: Valgerður átti Árna hreppstjóra Einarsson að Miðhúsum í Garði, Sveinn að Læk í Krýsuvík, Guðrún átti Erlend Þórðarson, Erlendssonar frá Efri Hömrum í Holtum (þau bl.), Ragnheiður átti Jón Gunnarsson í Kirkjuvogi, Bjarni lengi vinnumaður í Kirkjuvogi, ókv. og bl. (Vitæ -ord.; HÞ. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.