Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Guðmundsson

(um 1648–1733)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur (d. 7. apr. 1681) lögréttumaður Kolbeinsson að Merkigili og kona hans Ólöf Sigurðardóttir prests í Goðdölum, Jónssonar. Mun hafa orðið stúdent úr Hólaskóla 1670, því að 30. nóv. það ár fekk hann predikunarleyfi. Varð prestur í Fagranesi 1677 og var þar, til þess er hann lét af prestskap, 1717, fluttist þá að Auðkúlu, til dóttur sinnar, og var þar til dauðadags. Kvæði er eftir hann í ÍB. 584, Svo.

Kona (1677): Halldóra (f. um 1654) Jónsdóttir lögréttumanns í Þingeyjarþingi, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Síra Guðmundur í Miðdalaþingum, síra Markús í Hvammi í Norðurárdal, Kristín átti síra Gísla Einarsson að Auðkúlu, Ólöf átti Hafliða lögréttumann Jónsson að Svínavatni (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.