Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Guðmundsson

(1727 [1725, Vita] –3. dec. 1795)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Eiríksson í Miðdalaþingum og kona hans Halldóra Bjarnadóttir, Sigurðssonar (Pálssonar á Hvanneyri). F. í Bæ í Miðdölum. Var eftir lát föður síns tekinn í fóstur til síra Gísla Einarssonar að Auðkúlu og konu hans Kristínar, móðursystur sinnar. Lærði fyrst hjá fóstra sínum, tekinn í Hólaskóla 1744, stúdent þaðan 1746, var eftir það með frændfólki sínu, en varð djákn að Grenjaðarstöðum 1748, vígðist 24. okt. 1750 aðstoðarprestur síra Björns Magnússonar á Grenjaðarstöðum, gegndi einnig Nesi veturinn 1750–1, fekk Stað í Hrútafirði vorið 1753 og var þar til dauðadags. Hann þókti allvel gefinn, víðlesinn, nokkuð kaldlyndur, talinn af Sigurði byskupi Stefánssyni einn hinn bezti ræðumaður í Hólabyskupsdæmi: Hann var mjög fátækur á Stað framan af, en efnaðist er á leið ævina. Ræður og bænir eftir hann eru í Lbs. 883, 8vo., og ÍBR. 32, Svo.

Kona 1 (29. okt. 1752): Sigríður (d. 15. ág. 1753, á 33. ári, af barnsburði, voru það tvíburar, báðir andvana) Jónsdóttir að Stóra Núpi, Magnússonar; hún var ekkja síra Vigfúsar Sigurðssonar í Nesi í Aðaldal.

Kona 2 (15. sept. 1754): Helga (d. 19. apr. 1809, "79 ára) Eggertsdóttir prests að Undornfelli, Sæmundssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Guðmundur á Stað í Hrútafirði, Guðlaug átti Jón Jónsson á Melum í Hrútafirði, Gísli stúdent í Kirkjuhvammi, Halldóra átti Magnús hreppstjóra Þórðarson að Brandagili (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.