Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Guðmundsson

(16. öld)

Lögsagnari.

Foreldrar: Guðmundur Andrésson (Guðmundssonar ríka, Arasonar) og kona hans Þrúður Þorleifsdóttir hirðstjóra, Björnssonar. Bjó í Ásgarði og var lögsagnari í Dalasýslu 1562, ef ekki lengur.

Kona 1: Margrét Sigurðardóttir; þau bl.

Kona 2: Guðrún Gunnlaugsdóttir, Teitssonar lögmanns ríka í Bjarnanesi.

Börn þeirra: Teitur í Ásgarði, Margrét átti Jón ref Sigurðsson í Búðardal, Ólöf átti Orm Þorleifsson að Knerri.

Laundóttir Eiríks: Sigríður átti Benedikt Teitsson að Ásgeirsá (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.