Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Guðmundsson

(13. janúar 1844–31. janúar 1931)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Guðmundur Eiríksson að Hoffelli og kona hans Sigríður Jónsdóttir í Hlíð í Skaftártungu, Jónssonar. Bjó víða: Á Mýrum í Hornafirði, í Nesjum, á Jökuldal (að Brú), síðast í Syðra Firði í Lóni. Vel gefinn maður, hagmæltur, vel metinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var hreppstjóri í Nesjum og síðar í Jökuldal. Fluttist síðast til Rv. og andaðist þar.

-Kona: Halldóra Jónsdóttir að * Heinabergi á Mýrum, Jónssonar. Dóttir þeirra: Guðlaug átti Elís verzlunarstj. Jónsson (Óðinn XIX; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.