Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Grímsson

(um 1512–1597)

Prestur. Hann segist sjálfur vera borinn að Mosfelli í Grímsnesi, og hafi faðir sinn búið í Auðsholti í Byskupstungum, en sjálfur hafi hann alizt upp í Skálholti frá blautu barnsbeini og orðið þar djákn og síðan prestur (kirkjuprestur).

Bræður hans voru síra Freysteinn í Stafholti og síra Eyjólfur á Melum. Hann kemur fyrst við skjöl 17. nóv. 1530 og er þá talinn til presta, en síðast 7. júlí 1586. Hans getur framarlega að fylgi við Jón byskup Arason árin 1548–50, og gæti það bent til þess, að hann væri þá kominn að Gilsbakka, þótt annað bendi til þess, að hann hafi fengið þann stað laust eftir 1550, en gegnt einnig prestsþjónustu um tíma að Húsafelli.

Hann mun hafa afhent Gilsbakka síra Guðmundi Einarssyni í fardögum 1581 (prestakallið gaf hann upp við síra Guðmund 15. ág. 1580) og flutzt þá í Skálholt og verið þar til dauðadags (Dipl. Isl., Alþb. Ísl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.