Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Eyjólfsson

(1641–12. dec. 1706)

Prestur.

Foreldrar: Síra Eyjólfur Jónsson í Lundi og kona hans Katrín Einarsdóttir í Ásgarði, Teitssonar.

Vígðist 15. okt. 1665 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið eftir hann 25. febr. 1673 og var þar til dauðadags. Talinn valmenni, sem foreldrar hans, og merkismaður.

Kona: Ingveldur (f. um 1649) Gunnarsdóttir prests á Gilsbakka, Pálssonar.

Börn þeirra: Eyjólfur, hagleiksmaður mikill (d. í bólunni miklu 1707), síra Helgi í Lundi, Gunnar (d. í bólunni miklu 1707, ókv. og bl.), Þorbjörg átti síra Þórð Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit, Katrín átti síra Hafliða Bergsveinsson að Hrepphólum, Margrét d. í bólunni miklu 1707, óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.