Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Eiríksson

(9. jan. 1807 – 9. nóv. 1893)

. Hreppstjóri, dbrm. Foreldrar: Eiríkur (d. 22. febr. 1839, 80 ára) Vigfússon dbrm. á Reykjum á Skeiðum og s.k. hans Guðrún (eldri) (d. 3. dec. 1836, 78 ára) Kolbeinsdóttir prests í Miðdal, Þorsteinssonar. Bóndi á Reykjum á Skeiðum. Vel gefinn og fjölhæfur; góður söngmaður og söngfróður; skáldmæltur.

Hjálpaði konum á barnssæng.

Hreppstjóri í Skeiðahreppi og dbrm. Kona: Sigríður Sturlaugsdóttir á Brjánsstöðum, Gunnarssonar. Börn þeirra: Ásbjörn í Andrésfjósum, Guðrún átti Magnús Sigurðsson á Votamýri, Þorbjörg átti Guðmund Guðmundsson á Álfsstöðum, Eiríkur á Ólafsvöllum, Ingiríður átti Þorstein smið Þorsteinsson á Reykjum (Skírnir um árið 1893; Bjarni Þorsteinsson: Ættarskrá, Rv. 1930).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.