Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arnór Árnason
(15. okt. [14. okt., Vitæ] 1777–10. jan. 1818)
Prestur.
Foreldrar: Síra Árni Þórarinsson, síðar byskup, og kona hans Steinunn Arnórsdóttir. F. á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Fluttist eftir lát föður síns með móður sinni að Flugumýri, lærði undir skóla hjá Árna Snorrasyni, síðar presti, var tekinn í Hólaskóla 1792, stúdent 10. maí 1799, talinn í stúdentsvottorðinu hafa farsælar og liprar gáfur. Var síðan á Flugumýri til vorsins 1801, er hann fór að Bólstaðarhlíð og var þar 1 ár, en 1802 settist hann að á Bergsstöðum í Svartárdal og bjó þar til dauðadags. Vígðist aðstoðarprestur síra Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð 17. júlí 1803 og var það til dauðadags. Banamein hans var höfuðveiki.
Kona: Margrét (f. um 1777, d. á Æsustöðum 12. maí 1834) Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, og átti hún síðar (11. okt. 1821) Þorstein Ólafsson á Æsustöðum (d. 1843).
Börn þeirra síra Arnórs, er upp komust: Síra Björn í Garði í Kelduhverfi, Jón að Miðgili og víðar, lenti að síðustu á sveit; Árni ókv. og bl., Arnór lærði gullsmíðar, bjó á Gauksmýri, síra Þorgrímur að Þingmúla, Guðmundur síðast í Manheimum á Skarðsströnd, Jóhanna átti fyrr Jóhannes Guðmundsson að Fjalli í Sæmundarhlíð, síðar Helga Benediktsson á Eiðsstöðum, síðar að Svínavatni, Margrét átti Svein Tómasson síðast í Borgarey, Steinunn átti Árna Sigurðsson síðast á Starrastöðum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Árni Þórarinsson, síðar byskup, og kona hans Steinunn Arnórsdóttir. F. á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Fluttist eftir lát föður síns með móður sinni að Flugumýri, lærði undir skóla hjá Árna Snorrasyni, síðar presti, var tekinn í Hólaskóla 1792, stúdent 10. maí 1799, talinn í stúdentsvottorðinu hafa farsælar og liprar gáfur. Var síðan á Flugumýri til vorsins 1801, er hann fór að Bólstaðarhlíð og var þar 1 ár, en 1802 settist hann að á Bergsstöðum í Svartárdal og bjó þar til dauðadags. Vígðist aðstoðarprestur síra Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð 17. júlí 1803 og var það til dauðadags. Banamein hans var höfuðveiki.
Kona: Margrét (f. um 1777, d. á Æsustöðum 12. maí 1834) Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, og átti hún síðar (11. okt. 1821) Þorstein Ólafsson á Æsustöðum (d. 1843).
Börn þeirra síra Arnórs, er upp komust: Síra Björn í Garði í Kelduhverfi, Jón að Miðgili og víðar, lenti að síðustu á sveit; Árni ókv. og bl., Arnór lærði gullsmíðar, bjó á Gauksmýri, síra Þorgrímur að Þingmúla, Guðmundur síðast í Manheimum á Skarðsströnd, Jóhanna átti fyrr Jóhannes Guðmundsson að Fjalli í Sæmundarhlíð, síðar Helga Benediktsson á Eiðsstöðum, síðar að Svínavatni, Margrét átti Svein Tómasson síðast í Borgarey, Steinunn átti Árna Sigurðsson síðast á Starrastöðum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.