Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Einarsson

(– – 1507)

Prestur. Faðir (?): Einar Eiríksson (bróðir Hrafns lögmanns) , Guðmundssonar (SD.). Kemur fyrst við skjöl 1472 og er þá prestur (líkl. að Hólum). Hélt oftast Grenjaðarstaði 1480–1506, d. fyrir 7. okt. 1507. Var settur fyrir Munkaþverárklaustur „til reynslu“ 1487 um eitt ár, en fekk ekki veizlu, að þeim tíma liðnum, með því að sekur hafði gerzt um barneign. Varð síðan óvild með honum og Ólafi byskupi Rögnvaldssyni, og hljópst hann leyfislaust í burtu af landinu, og dæmdi byskup hann þá frá staðnum (1489) og neitaði honum aftur viðtöku (1493); hefir samt fengið staðinn síðar, er þar prestur 1498 og síðan til æviloka.

Sonur hans(?): Tómas ábóti (Dipl. Isl.; SD.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.