Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Einarsson

(um 1715–29. nóv. 1787)

Prestur.

Foreldrar: Einar Þorvarðsson að Hafursá í Skógum og kona hans Gróa Hjörleifsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1734, stúdent þaðan 24. apr. 1738, var síðan hjá föður sínum, til þess er hann vígðist 22. maí 1741 aðstoðarprestur síra Guðmundar Pálssonar á Kolfreyjustað, en fekk prestakallið 1748, eftir lát síra Guðmundar, og hélt til dauðadags, en hafði aðstoðarpresta frá 1776. Hann þókti daufur í kenningu, varð sterkefnaður maður og þó drykkfelldur, talinn forspár.

Kona 1: Hólmfríður (d. 1754) Guðmundsdóttir prests á Kolfreyjustað, Pálssonar. Af 3 dætrum þeirra var ein Gróa, átti fyrst síra Jón Stefánsson hinn fyrra í Vallanesi, síðar Árna Þorleifsson, önnur Guðlaug, varð geðbiluð, Þrúður var hin 3., og er óvíst, að hún hafi komizt upp.

Kona 2: Margrét (f. um 1732) Sigurðardóttir prests í Heydölum, Sveinssonar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.