Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Einarsson

(20. okt. 1878–27. ág. 1941)

. Hafnsögumaður, Foreldrar: Einar (d. 3. ág. 1912, 82 ára) Einarsson á Bólstað og síðar á Sandnesi við Steingrímsfjörð og kona hans Soffía (d. 26. okt. 1923, 81 árs) Torfadóttir alþm. á Kleifum, Einarssonar. Stundaði sjómennsku frá unglingsárum; gerðist formaður og vélgæzlumaður smærri vélbáta. Lauk skipstjóraprófi við stýrimannaskóla í Rv. 1917; síðan skipstjóri um hríð. Gerðist umsjónarmaður hafnarbryggju á Ísafirði og síðan hafnsögumaður til æviloka. Hafði á hendi kennslu í siglingafræði á Ísafirði í mörg ár. Skipaskoðunarmaður lengi. Bæjarfulltrúi í 12 ár; lengi í niðurjöfnunarnefnd.

Í stjórn Samvinnufélags Ísfirðinga og lengstum formaður þess frá 1928; umsjónarmaður með smíði báta þess erlendis; svo og ýmis fleiri trúnaðarstörf. Kona (1908): Þorbjörg (f. 30. ágúst 1877) Guðmundsdóttir á Eyri í Ingólfsfirði, Arngrímssonar.

Af sex börnum þeirra er eitt á lífi: Ragnhildur (Kr.J.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.