Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Einarsson

(14. mars 1847–25. jan. 1905)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Einar Jónsson á Skeggjastöðum í Fellum og kona hans Hólmfríður Gunnlaugsdóttir á Eiríksstöðum, Þorkelssonar. Bjó fyrst að Setbergi og Egilsseli í Fellum, en frá 1878 í Bót í Hróarstungu. Búsýslumaður mestur í sinni sveit og gegndi trúnaðarstörfum þar, hreppstjóri í Fellahreppi 1875–8, í Tunguhreppi frá 1902 til æviloka.

Kona (1873): TIngibjörg Einarsdóttir að Hafursá, Einarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Hólmfríður f. k. Björns alþm. Hallssonar að Rangá, Sigríður, Einar, Þórey, Gunnlaugur (kirkjubækur skortir; Óðinn II; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.