Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Briem (Eggertsson)

(17. júlí 1846–27. nóv. 1929)

Prestur o. fl.

Foreldrar: Eggert sýslumaður Briem og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar.

Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1860, stúdent 1864 utanskóla (tók tvo bekki á einu ári), með 2. einkunn (73 st.). Kenndi síðan bræðrum sínum heima 2 vetur, gekk 1 vetur í prestaskólann, próf 1867, með 1. einkunn (46 st.). Var síðan skrifari Péturs byskups Péturssonar. Fekk Þingeyraklaustursprestakall 14. júlí 1873, vígðist 3. maí 1874, bjó í Steinnesi.

Settur prófastur í Húnavatnsþingi 1876, skipaður 1877–80.

Var í Kh. veturinn 1879–80.

Varð 29. júlí 1880 kennari í Prestaskólanum og hélt því starfi til 1911; varð þá prófessor að nafnbót. Hafði jafnframt lengi á hendi stundakennslu í latínuskólanum (einkum í kristnum fræðum). Var 2. þm. Húnv. 1881–5, 1. þm. þeirra 1886–91, kkj. þm. 1901–14.

Stofnaði söfnunarsjóð Ísl. og var form. hans, gæzlustjóri landsbankans 1885–1910 og 1915–17, endurskoðunarmaður landsreikninga 1894–5, í stjórn h. ísl. bmf. og um tíma forseti þess (heiðursfél. þess), í stjórn fornleifafélagsins og lengi forseti þess (heiðursfél. þess), í stjórn h. ísl. þjóðvinafélags og lengi varaforseti þar, í stjórn búnaðarfélags Suðuramts og síðar Íslands, í stjórn landsbókasafns, bæjarfulltrúi í Rv. o.m. fl. R. af dbr. 25. apr. 1901, komm. 2. fl. af dbr. 28. júlí 1907, dbrm. 9. maí 1907, str. m. stj. af fálk. 6. okt. 1926. Var nokkurn tíma í Viðey, en andaðist í Rv. Ritstörf: Ræður í útfm. Jóseps læknis Skaftasonar, Rv. 1878, við vígslu Þingeyrakirkju, pr. 1878, Jóns forseta Sigurðssonar, Rv. 1880, Jóns Daníelssonar 1883, grein í minningarriti síra Jóns Bjarnasonar, Wp. 1917; Reikningsbók, Rv. 1869 (pr. oft eftir það); Stafrófskver, Rv. 1893 (og oft eftir það); Hugsunarfræði, Rv. 1897; Tafla til hægðarauka við margföldun og deiling, Kria 1901; ritgerðir nokkurar í Andvara, Skírni, Eimreiðinni, Iðunni, Búnaðarriti, Kristilegum smáritum, Nýju kirkjubl., Verði ljós, Árbók fornleifafélags, Óðni, Tllustreret Tidende 1879, ritstj. Ísafoldar 1882–3; þýð.: Lisco: Postulleg trúarjátning, Rv. 1880; (með öðrum): H. Spencer: Um uppeldi, Rv. 1884).

Kona (2. júlí 1874): Guðrún (f , 28. jan. 1848, d. 2. mars 1893) Gísladóttir læknis, Hjálmarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingibjörg dó óg. og bl. 1900, 25 ára, Eggert í Viðey (Skírnir 1921; Prestafélagsrit 1930; Andvari, 56. árg.; Sunnanfari IT; Óðinn IT; Bjarmi, 24. árg.; Ægir, 22. árg.; BjM. Guðfr., og er þar nákvæm skrá rita hans; o.m. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.