Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Björnsson, hinn víðförli

(1. nóv. 1733–? )

Járnsmiður.

Foreldrar: Síra Björn Þorláksson á Hjaltabakka og kona hans Kristín Halldórsdóttir prests að Bægisá, Þorlákssonar. Ólst mestmegnis upp að Smyrlabergi á Ásum. Nam ungur ýmislegt, t. d. eitthvað í latínu, en lagði snemma stund á smíðar. Fór til Kh. 1756 og nam járnsmíðar. Fór til Indlands og Kína og víðar. Samdi smáritling um það (pr. í Afmælisriti „ til Kaalunds, Kh. 1914). Dvaldist ella í Kh. og átti danska konu (1769), 2 börn þeirra voru dáin fyrir 1774, og vita menn ekki síðan um hann.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.