Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór Tumason

(1184–1221)

Goðorðsmaður á Víðimýri.

Foreldrar: Tumi Kolbeinsson (Arnórssonar, Ásbjarnarsonar) og s.k. hans Þuríður Gizurardóttir (er síðar varð f.k, Sigurðar Ormssonar frá Svínafelli, en s.k. hans var hálfsystir Arnórs). Meðal systkina Arnórs voru: Kolbeinn goðorðsmaður og skáld og Halldóra kona Sighvats Sturlusonar síðast á Grund.

Kona Arnórs: Ásdís Sigmundsdóttir að Svínafelli, Jónssonar.

Börn þeirra: Kolbeinn ungi, Sigríður átti Böðvar Þórðarson á Stað, Sturlusonar, Herdís átti Böðvar Þórðarson í Bæ, Böðvarssonar, Arnbjörg átti Órækju Snorrason, Sturlusonar.

Laundóttir Arnórs: Þjóðbjörg átti Brodda Þorleifsson að Hofi á Höfðaströnd. Tók að öllu við forræði Skagfirðinga eftir lát Kolbeins, bróður síns, og erfði deilur hans við Guðmund byskup Arason; andaðist í Noregi, og voru málin óútkljáð; „hinn bezti drengur og mikill einurðarmaður“ (Sturl.; Bps. bmf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.