Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Alexíus Pálsson

(– –1568)

Ábóti hinn síðasti í Viðey.

Faðir (líkl.); Páll Sigmundsson, Eyjólfssonar. Er orðinn prestur á Þingvelli um 1513, officialis 1530. Er orðinn ábóti í Viðey 1533 (líkl. 1531), og var þar, til þess er klaustrið var tekið, 1539 (jafnvel lengur, til 1541). Fluttist að Klausturhólum, tók aftur Viðeyjarklaustur 1550, að boði Jóns byskups Arasonar, en fluttist aftur að Klausturhólum 1551 og var þar til æviloka; hélt Grímsnesjarðir. Hann kenndi skólalærdóm og var talinn hinn mesti kraftamaður.

Sonur hans: Þorleifur lögréttumaður (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; JH. Prest.; SD.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.