Djúpárhreppur, varð til við skiptingu Ásahrepps eldra í Ása- og Djúpárhreppa árið 1936. Sameinaðist Rangárvallahreppi og Holta- og Landssveit (Holta- og Landmannahreppum) sem Rangárþing ytra árið 2002. Prestaköll: Kálfholt/Kirkjuhvoll 1936–1998, Oddi frá árinu 1936 (allur hreppurinn frá árinu 1998). Sóknir: Hábær/Þykkvabær og Oddi, báðar frá árinu 1936.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.