Neshreppur/Neskaupstaður. Neshreppi var skipt út úr Norðfjarðarhreppi eldra árið 1913 en varð að Neskaupstað í ársbyrjun 1929. Kaupstaður og Norðfjarðarhreppur yngri voru sameinaðir árið 1994. Neskaupstaður varð að Fjarðabyggð ásamt Reyðarfjarðarhreppi og Eskifjarðarbæ árið 1998 og Mjóafjarðar- og Fáskrúðsfjarðarhreppar og Austurbyggð (Búða- og Stöðvarhreppar) bættust við árið 2006. Prestakall: Norðfjörður frá árinu 1913 (einnig kennt við Nes). Sókn: Nes 1913–1952, Neskaupstaður frá árinu 1952.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.