Skagahreppur, varð til við skiptingu Vindhælishrepps eldra í ársbyrjun 1939. Nefnist Skagabyggð, ásamt Vindhælishreppi yngra, frá árinu 2002. Prestaköll: Höskuldsstaðir 1939–1970, Höfðakaupstaður 1970–1990, Skagaströnd frá árinu 1990, Hvammur í Laxárdal 1939–1975, Sauðárkrókur frá árinu 1975. Sóknir: Hof á Skagaströnd frá árinu 1939, Keta á Skaga frá árinu 1939.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.