Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Blönduóshreppur, varð til við skiptingu Torfalækjarhrepps eldra árið 1914. Land var lagt til hreppsins frá Engihlíðarhreppi árið 1936, ekki þó jörð. Hreppurinn varð að Blönduósbæ árið 1988, sem Engihlíðarhreppur féll saman við árið 2002. Prestaköll: Þingeyraklaustur frá árinu 1914, Höskuldsstaðir 1936–1952. Sóknir: Blönduós frá árinu 1914, Höskuldsstaðir 1936–1952.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Blönduóshreppur

(frá 1914 til 1988)
Var áður Torfalækjarhreppur (eldri) til 1914, Engihlíðarhreppur til 1936.
Varð Blönduósbær 1988.
Sóknir hrepps
Blönduós í Húnaþingi frá 1914 til 1988
Höskuldsstaðir á Skagaströnd frá 1936 til 1952
Byggðakjarnar
Blönduós

Bæir sem hafa verið í hreppi (3)

Læknishús
Ólafshús (Ólafshus)
Þorleifshús