Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Snæfjallahreppur (Snæfjallaströnd í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1710, Unaðsdalsþingsókn í jarðatali árið 1753). Grunnavíkurhreppur var sameinaður Snæfjallahreppi í ársbyrjun 1964 undir nafni hins síðarnefnda, þá var Grunnavíkurhreppur kominn í eyði nema Hornbjargsviti. Snæfjallahreppur rann saman við Ísafjarðarkaupstað árið 1994 og varð hluti af Ísafjarðarbæ árið 1996. Prestakall: Staður á Snæfjallaströnd til ársins 1860, Staður í Grunnavík 1860–1865 (þjónusta Staðarprests, án veitingar fyrir Snæfjallastað), Kirkjubólsþing 1865–1908 (þjónusta Kirkjubólsþingaprests, án veitingar, árin 1865–1880), Ögurþing 1908–1918 (þjónusta Ögurþingaklerks, án veitingar), Staður í Grunnavík 1918–1928 (þjónusta Staðarprests, án veitingar), Vatnsfjörður 1928–1999 (átti að vera frá árinu 1908 samkvæmt lögum), Ísafjörður frá árinu 2000. Sókn: Staður á Snæfjallaströnd til ársins 1865, Melgraseyrarbænhús 1865–1866, Unaðsdalur frá árinu 1866.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Snæfjallahreppur

(til 1994)
Norður-Ísafjarðarsýsla
Var áður Grunnavíkurhreppur til 1964.
Varð Ísafjarðarkaupstaður 1994.
Sóknir hrepps 0
Melgraseyrarbænhús frá 1865 til 1866
Staður á Snæfjallaströnd til 1865
Unaðsdalur á Snæfjallaströnd frá 1866 til 1994

Bæir sem hafa verið í hreppi (43)

Angantýrsbær
Árna Pálmasonar
Benidikts
Berjadalsá
Bjarnabær
Bjarnahús
Borgars (Borgarhús)
⦿ Bæir (Bæir, hærribær, Bæjer, Bæjir)
Eiríks
Elíasar
Gests
Guðbjartar
Guðm.
Gullhúsár (Gullhúsá)
Hafliðabær
Helga
Hlíðarhús
Hóltún
Jens
Jónasarhús
Jóns
Júlíusar
Karvelshús
Kolbeinshús
Kristjánshús
Lárusar
⦿ Lónseyri
Norðurbær
Ottós
Ólafs (Ólafsbúð)
Ólafs Helga (Ólafsbær, Olafs Helga)
Ótilgreint
Rakelarhús
⦿ Sandeyri
Sigurðarbær
⦿ Skarð
⦿ Snæfjöll
⦿ Staður (Staður á Snæfjöllum)
Steins
⦿ Tirðilmýri (Tyrðilmýri, Mýri, Dirðilmýri, Dyrðilmýri)
⦿ Unaðsdalur
Þorláksbær
⦿ Æðey (Ædeÿ, Æðeyjarhús)