Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Hvammssveit/Hvammshreppur (Hvammssveit í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sama ár, Hvammsþingsókn í jarðatali árið 1756). Varð að Dalabyggð ásamt Suðurdala- (Hörðudals- og Miðdalahreppum), Haukadals-, Laxárdals-, Fellsstrandar- og Skarðshreppum árið 1994. Skógarstrandarhreppur bættist við í ársbyrjun 1998 og Saurbæjarhreppur árið 2006. Prestakall: Hvammur í Dölum til ársins 1881, Hjarðarholt 1881–1890, Hvammur aftur 1890–2005, Hjarðarholts- og Hvammskall 2005–2007, Dalakall frá árinu 2007. Sóknir: Hvammur í Hvammssveit, Ásgarður til ársins 1884, Sælingsdalstunga til ársins 1853.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Hvammssveit

Hvammshreppur (til 1994)
Dalasýsla
Varð Dalabyggð 1994.

Bæir sem hafa verið í hreppi (21)

Akur
⦿ Ásgarður
⦿ Gerði
⦿ Glerárskógar (Gleraskógar)
⦿ Hofakur
⦿ Holt (Rauðbarðaholt)
⦿ Hólar (Hólar í Hvammssveit)
⦿ Hóll
⦿ Hvammur
⦿ Ketilsstaðir (Ketilstaðir, Kétilsstaðir)
⦿ Knarrarhöfn (Knararhöfn, Höfn)
⦿ Kýrunnarstaðir (Kýrnastaðir)
⦿ Laugar
⦿ Leysingjastaðir (Leysíngiastaðir)
⦿ Magnússkógar
⦿ Skarfsstaðir (Skarfstaðir)
⦿ Skerðingsstaðir (Skerðingstaðir, Skérðingsstaðir, Skérðingstaðir)
⦿ Sælingsdalstunga (Sælingstunga, Sælingsdalstúnga)
Sælingsdalstungugerði
⦿ Sælingsdalur (Sælíngsdalur)
⦿ Teigur