Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Hörðudalshreppur (Hörðadalshreppur í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sama ár, Blönduhlíðarþingsókn í jarðatali árið 1756). Sameinaðist Miðdalahreppi í ársbyrjun 1992 sem Suðurdalahreppur sem varð að Dalabyggð árið 1994 ásamt Haukadals-, Laxárdals-, Hvamms-, Fellsstrandar- og Skarðshreppum. Í ársbyrjun 1998 bættist Skógarstrandarhreppur við og árið 2006 Saurbæjarhreppur. Prestakall: Miðdalaþing til ársins 1859, Kvennabrekka 1859–1871, Suðurdalaþing 1871–1952, Kvennabrekka 1952–1970, Hjarðarholt 1970–2005, Hjarðarholts- og Hvammskall 2005–2007, Dalakall frá árinu 2007. Sókn: Snóksdalur.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Hörðudalshreppur

(til 1992)
Dalasýsla
Varð Suðurdalahreppur 1992.
Sóknir hrepps
Snóksdalur í Miðdölum til 1992

Bæir sem hafa verið í hreppi (20)

⦿ Álfatraðir
⦿ Blönduhlíð
⦿ Breiðabólsstaður (Breiðabólstaður, Breiðibólstaður, Breiðabolstaður, Breiðibólsstaður)
⦿ Bugðustaðir (Buðgustaðir, Bugðu staðir, Bugdastaðir)
⦿ Dunkárbakki (Dunkurbakki, Dúnkárbakki)
⦿ Dunkur (Dúnkur, Dunk)
⦿ Fremri-Hrafnabjörg
⦿ Gautastaðir
⦿ Geitastekkur (Geitastekkar, Bjarmaland, Geitastekkir)
⦿ Gunnarsstaðir (Gunnarstaðir)
⦿ Hamar (Hamrar)
⦿ Hlíð
⦿ Hóll
⦿ Ketilsstaðir (Ketilstaðir, Kétilsstaðir)
⦿ Selárdalur
⦿ Seljaland
⦿ Tunga (Túnga)
⦿ Vífilsdalur fremri (Fremri-Vífilsdalur)
⦿ Vífilsdalur neðri
⦿ Ytri-Hrafnabjörg (Hrafnabjörg fremri, Hrafnabjörg ytri, Hrafnabjörg, Hrafnabjorg fremri)