Ólafsvíkurhreppur, varð til við skiptingu Neshrepps innan Ennis árið 1911, Ólafsvíkurkaupstaður frá árinu 1983. Fróðárhreppur rann saman við Ólafsvíkurkaupstað árið 1990. Kaupstaðurinn varð að Snæfellsbæ ásamt Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppi og Neshreppi utan Ennis árið 1994. Prestakall: Nesþing 1911–1952, Ólafsvík 1952–2009, Ólafsvíkur- og Ingjaldshólskall frá árinu 2009. Sóknir: Ólafsvík frá árinu 1892, Brimilsvellir 1990–1994.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.