Ytri-Akraneshreppur, myndaður úr hluta Akraneshrepps árið 1885. Varð að Akraneskaupstað í ársbyrjun 1942. Hreppurinn og síðar kaupstaðurinn fengu land frá Innri-Akraneshreppi á árunum 1933, 1942, 1964 og 1981. Prestakall: Garðar á Akranesi frá árinu 1885. Sókn: Garðar 1885–1896, Akranes frá árinu 1896.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.