Innri-Akraneshreppur, varð til við skiptingu Akraneshrepps árið 1885. Minnkaður vegna Ytri-Akraneshrepps og Akraneskaupstaðar á árunum 1933, 1942, 1964 og 1981. Sameinaðist Hvalfjarðarstrandar-, Skilmanna- og Leirár- og Melahreppum árið 2006 sem Hvalfjarðarsveit. Prestakall: Garðar á Akranesi 1885–1974, Saurbær á Hvalfjarðarströnd frá ársbyrjun 1975. Sóknir: Garðar 1885–1896, Akranes 1896–1964, Innrihólmur frá árinu 1891.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.