Magnús Magnússon Hrútfjörð f. 1803

Samræmt nafn: Magnús Magnússon Hrútfjörð
Einstaklingur í sögulegu manntali
Magnús Magnússon Hrútfjörð (f. 1803)
Einstaklingur hefur ekki fundist í Íslenzkum æviskrám
Einstaklingur hefur ekki fundist í nafnaskrá Lbs
Makar
Guðrún Jónsdóttir, (f. 1806) (M 1850) (M 1835)

Nafn Fæðingarár Staða
Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðarson
1800
húsbóndi, proprietar 6461.1
1808
hans kona 6461.2
Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðarson
1828
þeirra sonur 6461.3
Magnús Sigurðsson
Magnús Sigurðarson
1831
þeirra sonur 6461.4
1787
vinnumaður 6461.5
1788
hans kona, sjálfrar sinnar 6462.1
1824
þeirra dóttir 6462.2
1813
vinnupiltur 6462.3
Solveig Jónsdóttir
Sólveig Jónsdóttir
1799
vinnukona 6462.4
1803
bóndi, proprietar 6463.1
1806
hans kona 6463.2
1833
þeirra barn 6463.3

Nafn Fæðingarár Staða
1803
Prestbakkasókn
bóndi 8.1
1806
Garpsdalssókn
hans kona 8.2
1833
Fellssókn
þeirra dóttir, vinnukona 8.3
1798
Setbergssókn
bóndi 9.1
1803
Óspakseyrarsókn
hans kona 9.2
1833
Óspakseyrarsókn
þeirra barn 9.3
 
1835
Fellssókn
þeirra barn 9.4

Mögulegar samsvaranir við Magnús Magnússon Hrútfjörð f. 1803 í Íslenzkum æviskrám

Klausturhaldari. --Foreldrar: Þórarinn sýslumaður Jónsson á Grund og kona hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar, Tekinn í Hólaskóla 1785, stúdent 1789, fór utan sama ár, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. maí 1790, með 2. einkunn, kom til landsins 1791 og varð þá umsjónarmaður með brennisteinsvinnslu í Húsavík, bjó um hríð á Grund, fekk hálft Munkaþverárklaustur 1795, tók við því 11. maí 1796, fluttist þá þangað og hélt til æviloka. --Talinn lítt að sér og fákænlegur. --Kona (1792): Ingibjörg (f. 6. ág. 1767, d. 5. sept. 1820) Hálfdanardóttir rektors, Einarssonar, talin hinn bezti kvenkostur á sinni tíð. Synir þeirra: Þórarinn sýslumaður Öfjord, Hálfdan efnismaður, fór í Bessastaðaskóla 1816, d. úr brjóstVeiki 18. júlí 1816 (f. 8. apríl 1795), síra Páll að Sandfelli (HÞ.).

Sýslumaður. --Foreldrar: Síra Ketill Jónsson í Húsavík og kona hans Guðrún Magnúsdóttir prests í Húsavík, Einarssonar. Ólst upp hjá Sigmundi lögréttumanni Þorlákssyni í Saltvík, tekinn í Hólaskóla 1745, stúdent 10. maí 1749, gekk síðan í þjónustu Sveins lögmanns Sölvasonar að Munkaþverá, fór utan 1751, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. dec. s.á., með góðum vitnisburði, tók heimspekipróf 4. dec. 1752, með 1. einkunn, lagði stund á lögfræði, en tók ekki próf, fekk Dalasýslu 19. febr. 1754 og hélt til æviloka, var fyrsta árið til veru í Hrappsey, fluttist 1755 að Arnarbæli, 1758 að Melum, 1762 að Búðardal og bjó þar til æviloka. --Hann var einn af helztu mönnum sinnar tíðar, umbótamaður hinn mesti í öllum greinum, framfaramaður í jarðyrkju, auðmaður, fjárgæzlumaður mikill og fastur á fé að jafnaði, en sparaði eigi til nauðsynja eða þess, er hann hugði vera til nytja, nokkuð þóttalegur á mannamótum, en viðfelldinn hversdagslega. Manna bezt að sér í flestum greinum og fræðimaður merkur. Hann átti og ágætt bókasafn, bæði prentaðra bóka og handrita. Eftir hann liggja mikil ritstörf, og er þetta prentað: Islandske Maanedstiðender, Hrappsey 1773–S5; Útlegging norsku laga um erfðir, sst. 1773; Búalög, sst. 1775; Kongelige allern. Forordninger og Breve, sst. og Kh. 1776–87; Heiðnir eta hrossakjöt, Hrappsey 1776; Hestabit er hagabót, sst. 1776; Stutt ágrip um ítölu búfjár í haga, sst. 1776; Undirvísun um sauðfjárhirðing, sst. 1778; Norsku lög, þýðing, sst. 1779; Nokkurar tilraunir gerðar með nokkurar sáðtegundir, sst. 1779; Inntak úr forordningum, sst. 1785; Um innilegu búsmala, sst. 1790; ritgerðir í lærdómslistafélagsritum, 4. b. (um ómagaframfæri) og 7. b. (athugasemdir); Athugsemdir við Stjörnu-Odda-draum (aftan við Rímbeglu, 1782); hafði umsjá framan af með Hrappseyjarprentsmiðju, t.d. Skarðsárannálum, og þýddi á dönsku ritgerð Páls Vídalíns um jus patronatus (pr. í Sórey 1771). Í handritum liggur margt eftir hann: Ættartölubækur (í Lbs.), Historisk-kritisk Afhandling om Kirker og Kirkegods (í Lbs. og útlendum söfnum), um tíund (Lbs.), lagaritgerðir, Jónsbókarskýringar, Kritik um dæmi í stóradómi, Lendur maður, Sýslumaður og aðrar nafnbætur (í Lbs.), má og vera málfræði (Lbs.), um stiftamtmenn og amtmenn, ritgerð um Guðmund ríka Arason (Lbs.). Dagbók hans er í Lbs. --Kona 1 (29. sept. 1765): Ragnhildur (f. 1740, d. 6. nóv. 1793) Eggertsdóttir að Skarði á Skarðsströnd, Bjarnasonar. --Börn þeirra: Þorbjörg (f. 1767, d. 1785), Eggert (f. 1772, d. 1785), Skúli sýslumaður að Skarði, Sigmundur í Akureyjum, Karítas átti fyrr Vigfús gullsmið Fjeldsted, en síðar Pál lögsagnara Benediktsson, Ragnheiður átti launbarn með umrenningi einum, giftist síðar (hálfnauðug) Birni Einarssyni í Dagverðarnesi, síra Jón í Hvammi í Norðurárdal, Guðrún átti síra Eggert Jónsson að Ballará, Helga átti Eggert silfursmið Guðmundsson í Sólheimatungu, Sigríður (f. 1781, fór til útlanda, var vel að sér, kenndi börnum, d. óg. og bl.). --Kona 2 (20. okt. 1795): Elín (d. 15. júní 1827) Brynjólfsdóttir í Fagradal, Bjarnasonar, ekkja síra Markúsar Pálssonar að Auðkúlu; þau Magnús bl. (BB. Sýsl.; Þorst. Þorsteinsson: M.K., Rv. 1935; HÞ.).

--Skáld. Talinn í manntölum fæddur í Prestbakkasókn á Ströndum. Var utanlands 1827–8, þýddi þá 6 fyrstu þættina af sögu Þiðriks af Bern úr dönsku á ísl. (Lbs. 375, fol.). --Átti heima að Felli í Kollafirði fyrir og eftir utanförina. Bjó um tíma að Litla Fjarðarhorni. --Víða húsmaður í Kollafirði, síðast sveitlægur. Í Lbs. eru kvæði eftir hann. --Kona (1832): Guðrún Jónsdóttir (þá vinnukona að Stóra Fjarðarhorni). --Dóttir þeirra: Ingveldur (Ýmsar heimildir).

--Prestur. --Foreldrar: Magnús hreppstjóri Þórðarson að Brandagili og kona hans Halldóra Eiríksdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Guðmundssonar. F. að Fagrabrekku í Hrútafirði. Lærði veturinn 1825–6 undir skóla hjá síra Guðmundi Bjarnasyni (síðar á Hólmum), tekinn í Bessastaðaskóla 1826, en vísað þaðan 15. ág. 1829 vegna tornæmis eða öllu heldur jafnframt hræðslu hans við aðra menn (er hann fekk af veikindum, Vitæ ord. 1850), en jafnframt getið stáliðni hans, frábærrar hegðunar og siðprýði, fór þá í kennslu til síra Gunnlaugs dómkirkjuprests Oddssonar, stúdent frá honum 27. apr. 1831, og er í vitnisburðinum látið heldur vel af gáfum hans, dvaldist síðan lengstum í Reykjavík við kennslu, skriftir, smíðar og lyfjasölu, gekk 1847 í hinn nýstofnaða prestaskóla, próf þaðan 11. ág. 1849, með 3. einkunn (19 st.), fekk Breiðavíkurþing 5. sept. 1849, vígðist 16. júní 1850 (Vita: 18. maí 1850), var það sumar í Skjaldartröð, veturinn 1850–1 að Búðum, en andaðist að Knerri, ókv. og bl. --Var kraftamaður mikill (nefndur „hinn digri“), talinn ágætur latínumaður, en veitti annað nám þunglega, þókti góður prestur í stól, en stirður fyrir altari (Bessastsk.; Lbs. 48, fol.; HÞ.; SGrBf.).

Mögulegar samsvaranir við Magnús Magnússon Hrútfjörð f. 1803 í nafnaskrá Lbs