Hörðudalshreppur (til 1992)

Varð Suðurdalahreppur 1992.
Sýsla: Dalasýsla til 1992

Hörðudalshreppur (Hörðadalshreppur í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sama ár, Blönduhlíðarþingsókn í jarðatali árið 1756). Sameinaðist Miðdalahreppi í ársbyrjun 1992 sem Suðurdalahreppur sem varð að Dalabyggð árið 1994 ásamt Haukadals-, Laxárdals-, Hvamms-, Fellsstrandar- og Skarðshreppum. Í ársbyrjun 1998 bættist Skógarstrandarhreppur við og árið 2006 Saurbæjarhreppur. Prestakall: Miðdalaþing til ársins 1859, Kvennabrekka 1859–1871, Suðurdalaþing 1871–1952, Kvennabrekka 1952–1970, Hjarðarholt 1970–2005, Hjarðarholts- og Hvammskall 2005–2007, Dalakall frá árinu 2007. Sókn: Snóksdalur.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Sóknir
Snóksdalur í Miðdölum til 1992
Prestaköll
Miðdalaþing til 1859
Kvennabrekka frá 1859 til 1871
Suðurdalaþing frá 1871 til 1952
Kvennabrekka frá 1952 til 1970
Hjarðarholt frá 1970 til 1992

Bæir sem hafa verið í hreppi (20)

⦿ Álfatraðir
⦿ Blönduhlíð
⦿ Breiðabólsstaður
   (Breiðabólstaður, Breiðibólstaður, Breiðabolstaður, Breiðibólsstaður)

⦿ Bugðustaðir
   (Buðgustaðir, Bugðu staðir, Bugdastaðir)

⦿ Dunkárbakki
   (Dunkurbakki, Dúnkárbakki)

⦿ Dunkur
   (Dúnkur, Dunk)

⦿ Fremri-Hrafnabjörg
⦿ Gautastaðir
⦿ Geitastekkur
   (Geitastekkar, Bjarmaland, Geitastekkir)

⦿ Gunnarsstaðir
   (Gunnarstaðir)

⦿ Hamar
   (Hamrar)

⦿ Hlíð
⦿ Hóll
⦿ Ketilsstaðir
   (Ketilstaðir, Kétilsstaðir)

⦿ Selárdalur
⦿ Seljaland
⦿ Tunga
   (Túnga)

⦿ Vífilsdalur fremri
   (Fremri-Vífilsdalur)

⦿ Vífilsdalur neðri
⦿ Ytri-Hrafnabjörg
   (Hrafnabjörg fremri, Hrafnabjörg ytri, Hrafnabjörg, Hrafnabjorg fremri)

Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.